GGP Ísland
Rannsókn á fjölskyldulífi og atvinnu




English Version of this Page Polska wersja tej strony

Deildu sögu þinni með okkur!

Þér hefur verið boðin þátttaka í panel könnun sem fjallar um fjölskyldu, atvinnu og daglegt líf. Könnunin er íslenska útgáfan af alþjóðlegu könnuninni Generations and Gender Survey (GGS) – könnun um kynslóðir og kyn. Aðalmarkmiðið með könnuninni er að öðlast betri skilning á fjölskyldugerð, viðhorfum, barneignum og öðrum atburðum á æviskeiði Íslendinga og þú ert einn af 18.000 einstaklingum á aldrinum 18 til 79 ára sem var valinn handahófskennt úr þjóðskrá til að svara könnuninni.

Svör þín eru mikilvægt framlag til nýrra og aðkallandi vísindarannsókna sem nýtast munu opinberum aðilum við stefnumótun og auka skilning okkar á breytingum sem hafa átt sér stað þegar kemur að fjölskyldu- og hversdagslífi fólks. Það tekur u.þ.b. 30-40 mínútur að svara könnuninni. Þú getur gert hlé á könnuninni og haldið áfram síðar, frá þeim stað sem þú varst komin(n)/komið á, með því að slá inn notendaauðkenni þitt aftur.

Upplýsingarnar þínar eru öruggar.

Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmir könnunina í samvinnu við Netherlands Interdisciplinary Demographic Institute (NIDI) og Generations and Gender Programme (GGP), sem heldur utan um og stýrir þessari könnun á alþjóðavísu. GGP tryggir að könnunin sé framkvæmd á svipaðan máta alls staðar þar sem hún er lögð fyrir sem gerir það mögulegt að gera samanburð á milli landa. Bæði Félagsvísindastofnun og NIDI/GGP ábyrgjast og tryggja að þær upplýsingar sem þú veitir verða meðhöndlaðar í samræmi við íslensku og evrópsku persónuverndarlöggjöfina (lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 2018/90). Gögnin verða ekki persónurekjanleg og tryggt verður að aðeins þau sem sannanlega vinna að rannsóknum sem hafa vísindalegan tilgang munu eiga þess kost að fá aðgang að ópersónugreinanlegum svörum úr könnuninni.

Þér er ekki skylt að taka þátt í könnuninni, svara einstökum spurningum né spurningalistanum í heild. Ef þú vilt ekki svara einstaka spurningum, sem sumar fjalla um viðkvæm málefni, er þér frjálst að sleppa þeim með því að velja svarmöguleikann „Vil ekki svara“.

Könnunin er fjármögnuð af Innviðasjóði með mótframlagi frá Háskóla Íslands.
Ef þú hefur einhverjar spurningar er þér velkomið að hafa samband við okkur með því að senda tölvupóst á netfangið felagsvisindastofnun@hi.is eða með því að hringja í síma 525 4545.
Heimasíða Félagsvísindastofnunar: www.fel.hi.is

Myndbandið (á ensku) hér fyrir neðan gefur ítarlegri upplýsingar um efnistök og tilgang könnunarinnar.
Einnig má finna frekari upplýsingar um GGS og GGP hér: www.ggp-i.org.

Taktu þátt í könnuninni

Start your research with GGP Data today

Subscribe to our Mailing List!

Fill the form below with your contact information to receive our monthly GGP at a glance newsletter.